Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Repúblikaninn Ed Gillespie sækist eftir að verða ríkisstjóri í Virginíu. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira