Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Repúblikaninn Ed Gillespie sækist eftir að verða ríkisstjóri í Virginíu. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira