Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 20:31 Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“ Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“
Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49