Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 20:31 Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“ Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“
Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49