Innlent

Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins.
Bárðarbunga er eitt öflugasta eldfjall landsins. Vísir/Magnús Tumi.

Óvenju snarpir jarðskjálftar hafa orðið í Bárðarbungu í kvöld og nótt. Alls hafa ellefu skjálftar riðið yfir norðaustur af eldstöðinni en fjórir af þeim voru frekar stórir. Af þeim stóru reið sá fyrsti yfir um klukkan ellefu í gærkvöldi af stærð 3,9 en um mínútu síðar reið annar yfir af stærð 3,2. Um 20 mínútum síðar reið stór skjálfti yfir af stærð 4,7 og annar af sömu stærð 16 mínútum yfir miðnætti.

Veðurstofa Íslands segir skjálftanna af stærð 4,7 vera þá stærstu frá goslokum. Almannavarnadeild ríkislögreglustóra hafa verið tilkynnt um hreyfingarnar en ekki hefur verið talin ástæða til þetta að efla viðbúnað almannavarna að svo stöddu.

Uppfært klukkan 01:52:
Veðurstofan hefur aukið viðbúnað sinn vegna skjálftahrinunnar í Bárðarbungu og er í stöðugu sambandi við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Fylgst verður með skjálftum í nótt en allir skjálftar yfir fjórum að stærð kalla á aukinn viðbúnað. Eins og staðan er núna hefur Veðurstofa Íslands ekki áhyggjur af því sem hefur verið að gerast þar sem enginn gosórói er á svæðinu en skjálftahrinan má kallast óvenjuleg frá síðustu goslokum og frá því spenna fór að byggjast upp aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.