Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45
Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55
Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30
Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00