Fótbolti

Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið sem byrjaði leikinn í gær.
Íslenska landsliðið sem byrjaði leikinn í gær. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aðeins tapað 5 af 25 keppnisleikjum sínum frá árinu 2014 og hefur með því komist inn á bæði EM 2016 og HM 2018.

Það er aftur á móti allt aðra sögu að segja af vináttulandsleikjum íslenska liðsins á sama tíma. Tapið fyrir Tékkum í gær var tólfta tapið í vináttulandsleik á síðustu fjórum árum.

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa alltaf verið óhræddir við að prófa nýja hluti í þessum leikjum liðsins sem skipta ekki máli og undirbúið íslenska liðið um leið enn betur undir þá leiki sem skiptu máli.

Tapið í Dóha í gær er því væntanlega enn eitt dæmið um það og því ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur þó að sigurganga haustsins hafi endað á móti liði sem verður ólíkt Íslandi ekki á meðal þátttökuliða á HM í Rússlandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×