Innlent

Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt

Moller Olsen við þingfestingu málsins.
Moller Olsen við þingfestingu málsins. vísir/vilhelm
Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir í Landsrétti snemma á nýju ári. Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR.

Olsen var þann 29. september síðastliðinn dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur og smygl á 23 kílóum af hassi. Dómnum var áfrýjað rúmri viku síðar.

Öll mál sem eru ódæmd 1. janúar næstkomandi verða rekin fyrir í Landsrétti. Leiddar höfðu verið líkur að því að sennilega yrði mál Olsens tekið fyrir af Landsrétti og það hefur verið staðfest nú með svari Héraðssaksóknara. Í Landsrétti þarf að endurtaka allar vitnaleiðslur en slíkt fyrirkomulag hefur ekki verið viðhaft í Hæstarétti. Nákvæm dagsetning réttarhalda liggur ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár

Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×