Innlent

Mál Møller Olsens fer fyrir Landsrétt

Moller Olsen við þingfestingu málsins.
Moller Olsen við þingfestingu málsins. vísir/vilhelm

Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir í Landsrétti snemma á nýju ári. Þetta staðfestir embætti Héraðssaksóknara við grænlenska ríkissjónvarpið KNR.

Olsen var þann 29. september síðastliðinn dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur og smygl á 23 kílóum af hassi. Dómnum var áfrýjað rúmri viku síðar.

Öll mál sem eru ódæmd 1. janúar næstkomandi verða rekin fyrir í Landsrétti. Leiddar höfðu verið líkur að því að sennilega yrði mál Olsens tekið fyrir af Landsrétti og það hefur verið staðfest nú með svari Héraðssaksóknara. Í Landsrétti þarf að endurtaka allar vitnaleiðslur en slíkt fyrirkomulag hefur ekki verið viðhaft í Hæstarétti. Nákvæm dagsetning réttarhalda liggur ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár

Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.