Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira