Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira