Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 15:44 Harvey Weinstein var þar til fyrir skömmu einn valdamesti maður Hollywood. Hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu eftir að fjöldi kvenna hafði greint opinberlega frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu Weinstein. Vísir/Getty Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar. Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. Rannsakar nú lögreglan meint kynferðisbrot Weinstein gegn sjö konum sem eiga að hafa átt sér stað frá því seint á níunda áratugnum og allt til ársins 2015. Rannsóknin gengur undir nafninu Kaguyak-aðgerðin og voru brot Weinstein öll tilkynnt lögreglu á tímabilinu 12. til 28. október. Ein kvennanna kveðst hafa verið áreitt af Weinstein í London seint á níunda áratugnum. Önnur segir að hann hafi brotið gegn henni í Westminster-hverfinu í London árið 1992, þriðja konan segir frá broti sem á að hafa átt sér stað 1994 og sú fjórða segir að kvikmyndamógúllinn hafi brotið gegn sér um miðjan tíunda áratuginn. Einnig til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum Þá segja tvær kvennanna að Weinstein hafi brotið á þeim þrisvar sinnum. Önnur þeirra segir hann hafa brotið á sér árið 2010, 2011og 2015 og hin segir að fyrsta brotið hafi átt sér stað utan Bretlands árið 2012 og síðan í London árin 2013 og 2014. Sjöunda tilkynningin kemur síðan frá konu sem segir að Weinstein hafi brotið á henni utan Bretlands á níunda áratugnum. Þeirri tilkynningu verður komið áleiðis til þartilbærra yfirvalda og sem og önnur meint brot sem eiga að hafa átt sér stað annars staðar en í Bretlandi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina að því er fram kemur á vef Guardian en Weinstein hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot gegn konum. Tugir kvenna hafa síðustu vikur stigið fram og sagt frá áreitni og brotum Weinstein en auk bresku lögreglunnar eru lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum með kvikmyndaframleiðandann til rannsóknar.
Bretland Mál Harvey Weinstein Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17 Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47 Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagði Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin 2008. 26. október 2017 10:17
Sopranos-leikkona segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan Annabella Sciorra sakar hefur bæst í hóp kvenna sem sakað hefur framleiðandann um alvarlegt kynferðisbrot. 28. október 2017 19:47
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12