Eiður Smári í heimsókn hjá PSV: Rómantískur staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen sem leikmaður PSV. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996. Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996.
Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn