Eiður Smári í heimsókn hjá PSV: Rómantískur staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen sem leikmaður PSV. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira