Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæð Helga María Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 22:30 Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæði fyrir starfsemina átta árum eftir að hugmyndin fæddist. Það voru Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland sem skrifuðu undir samninginn í dag. Styrktarsamningurinn segir stjórnarmaður Pieta Íslands vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi. Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Skrifað hefur verið undir samkomulag um að ráðuneytið mun greiða laun sérfræðings næstu tvö árin. „Við hétum þeim stuðningi á sínum tíma, ef þeim tækist þetta að ná saman hópnum utan um verkefnið og finna því húsnæði. Þá myndi ekki standa á ráðuneytinu að styðja við þetta mikilvæga verkefni og þau gerast ekki mikið mikilvægari en að bjarga mannslífum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Framkvæmdastjóri Pieta Ísland segir samninginn vera hryggjarstykki í starfsemi samtakanna. „Nú getum við ráðið starfsmann, fagmenntaðan sálfræðing til að vera í þessu herbergi og fólk mun geta komið í Pietahús og fengið 15 ókeypis viðtalsíma ef það er í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu og aðstandendur geta fengið 5 viðtalstíma ókeypis,“ segir Sirrý Arnardóttir. Benedikt Þór missti son sinn fyrir ellefu árum þegar hann fyrirfór sér. Þremur árum síðar fór hann að leita sér aðstoðar og kynntist þá Pieta samtökunum á Írlandi. Hann ásamt góðu föruneyti hefur unnið að því að fá starfsemina til Íslands og loksins er hugmyndin að Pietahúsinu orðin að veruleika á Baldursgötu 7. „Gera einstaklingum auðveldara að leita sér hjálpar, það er að segja ef fólkið er í þunglyndi, sjálfsvígshættu eða sjálfskaða og við áætlum kannski að hér séu að koma í gegn 140-200 manns sem fara í gegnum heila meðferð, segir Benedikt Þór Guðmundsson, “ stjórnarmaður Pieta Ísland.Sjá einnig: Um 500 manns tóku þátt í árlegri göngu Pieta Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland eru komin með húsnæði fyrir starfsemina átta árum eftir að hugmyndin fæddist. Það voru Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland sem skrifuðu undir samninginn í dag. Styrktarsamningurinn segir stjórnarmaður Pieta Íslands vera eitt mesta framfaraspor í íslensku samfélagi. Félags- og jafnréttismálaráðherra mætti í styrktargöngu Pieta Ísland síðasta vor þar sem hann lofaði stuðningi við samtökin. Skrifað hefur verið undir samkomulag um að ráðuneytið mun greiða laun sérfræðings næstu tvö árin. „Við hétum þeim stuðningi á sínum tíma, ef þeim tækist þetta að ná saman hópnum utan um verkefnið og finna því húsnæði. Þá myndi ekki standa á ráðuneytinu að styðja við þetta mikilvæga verkefni og þau gerast ekki mikið mikilvægari en að bjarga mannslífum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Framkvæmdastjóri Pieta Ísland segir samninginn vera hryggjarstykki í starfsemi samtakanna. „Nú getum við ráðið starfsmann, fagmenntaðan sálfræðing til að vera í þessu herbergi og fólk mun geta komið í Pietahús og fengið 15 ókeypis viðtalsíma ef það er í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu og aðstandendur geta fengið 5 viðtalstíma ókeypis,“ segir Sirrý Arnardóttir. Benedikt Þór missti son sinn fyrir ellefu árum þegar hann fyrirfór sér. Þremur árum síðar fór hann að leita sér aðstoðar og kynntist þá Pieta samtökunum á Írlandi. Hann ásamt góðu föruneyti hefur unnið að því að fá starfsemina til Íslands og loksins er hugmyndin að Pietahúsinu orðin að veruleika á Baldursgötu 7. „Gera einstaklingum auðveldara að leita sér hjálpar, það er að segja ef fólkið er í þunglyndi, sjálfsvígshættu eða sjálfskaða og við áætlum kannski að hér séu að koma í gegn 140-200 manns sem fara í gegnum heila meðferð, segir Benedikt Þór Guðmundsson, “ stjórnarmaður Pieta Ísland.Sjá einnig: Um 500 manns tóku þátt í árlegri göngu Pieta
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira