Erlent

Fjármögnuðu Rússaskýrsluna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi. Nordicphotos/AFP
Forsetaframboð Hillary Clinton og miðstjórn Demókrata fjármögnuðu að hluta rannsókn á tengslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk yfirvöld.

Afrakstur rannsóknarinnar varð umdeild skýrsla sem fylgismenn forsetans hafa kallað skáldskap en í henni er meðal annars fjallað um kynlíf forsetans með rússneskum vændiskonum.

Demókratar réðu lögfræðistofuna Perkins Coie sem síðan réð rannsóknarfyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp upplýsingar sem gætu komið sér illa fyrir Trump.

Fusion GPS réð Christopher Steele til þess að grafa upp upplýsingarnar. Áður hafði Steele unnið að því að grafa upp sambærilegar upplýsingar fyrir ónefndan Repúblikana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×