Fleiri ákærur í Æsustaðamáli ekki útilokaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2017 06:00 Jón Trausti er einn þeirra sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ríkissaksóknari skoðar ákvörðun um að ákæra ekki fleiri. Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar hafa kært til ríkissaksóknara þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur samferðamönnum Sveins Gests Tryggvasonar í heimsókn á Æsustaði í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn þar sem Arnar lést. Sveinn Gestur var einn ákærður fyrir alvarlega líkamsárás sem talin er hafa átt þátt í dauða Arnars en héraðssaksóknari felldi mál annarra sem fengu stöðu sakborninga í málinu niður 1. september síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu stöðu sakborninga í málinu auk Sveins Gests voru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski. „Það er verið að kæra þessa ákvörðun héraðssaksóknara og óska eftir því að ríkissaksóknari endurskoði hana,“ segir Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður ættingja Arnars.Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður„Það hlýtur að blasa við að sá sem einn er ákærður hlýtur að byggja vörn sína meðal annars á þeim grundvelli að einhverjir aðrir hafi átt hlut að máli. Þess vegna töldum við mikilvægt að setja þessa kæru fram og láta á þetta reyna,“ segir Þórhallur aðspurður um ástæður þess að kæran er lögð fram. Í kærunni eru færð rök fyrir því að fleiri en Sveinn Gestur hafi gerst sekir um brot sem geti flokkast undir samverknað eða hlutdeild í þeirri líkamsárás sem Sveinn Gestur hefur verið ákærður fyrir og talin er hafa leitt Arnar til dauða. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga er það metið mönnum til refsiþyngingar hafi fleiri en einn framið refsivert brot í sameiningu. Hlutdeildarbrot getur einnig varðað sömu refsingu og aðalbrotið. Hafi hlutdeildin verið smávægileg má þó dæma vægari refsingu en lögð er við aðalbrotinu. Kæran var lögð fram 28. september síðastliðinn og ríkissaksóknari hefur þrjá mánuði til að taka afstöðu í málinu. Niðurstaða hans getur orðið á þrjá vegu. Hann getur komist að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi á þeim forsendum. Hann getur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara og hann getur fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagt fyrir hann að gefa út ákæru í málinu. Sjaldgæft er að hinu síðastnefnda sé beitt en dæmin eru þó til. Í júlí síðastliðnum fól ríkissaksóknari héraðssaksóknara að gefa út ákæru í nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði áður fellt niður. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Rannsókn á manndrápi langt komin Grímur Grímsson segist ekki geta svarað hvort vitnavernd verði aukin eftir að Jóni Trausta var sleppt. 28. júní 2017 07:00 Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09 Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Háar skaðabótakröfur vegna stórfelldrar líkamsárásar í Mosfellsdal sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 13:33 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar hafa kært til ríkissaksóknara þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur samferðamönnum Sveins Gests Tryggvasonar í heimsókn á Æsustaði í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn þar sem Arnar lést. Sveinn Gestur var einn ákærður fyrir alvarlega líkamsárás sem talin er hafa átt þátt í dauða Arnars en héraðssaksóknari felldi mál annarra sem fengu stöðu sakborninga í málinu niður 1. september síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu stöðu sakborninga í málinu auk Sveins Gests voru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski. „Það er verið að kæra þessa ákvörðun héraðssaksóknara og óska eftir því að ríkissaksóknari endurskoði hana,“ segir Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður ættingja Arnars.Þórhallur Haukur Þorvaldsson hæstaréttarlögmaður„Það hlýtur að blasa við að sá sem einn er ákærður hlýtur að byggja vörn sína meðal annars á þeim grundvelli að einhverjir aðrir hafi átt hlut að máli. Þess vegna töldum við mikilvægt að setja þessa kæru fram og láta á þetta reyna,“ segir Þórhallur aðspurður um ástæður þess að kæran er lögð fram. Í kærunni eru færð rök fyrir því að fleiri en Sveinn Gestur hafi gerst sekir um brot sem geti flokkast undir samverknað eða hlutdeild í þeirri líkamsárás sem Sveinn Gestur hefur verið ákærður fyrir og talin er hafa leitt Arnar til dauða. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga er það metið mönnum til refsiþyngingar hafi fleiri en einn framið refsivert brot í sameiningu. Hlutdeildarbrot getur einnig varðað sömu refsingu og aðalbrotið. Hafi hlutdeildin verið smávægileg má þó dæma vægari refsingu en lögð er við aðalbrotinu. Kæran var lögð fram 28. september síðastliðinn og ríkissaksóknari hefur þrjá mánuði til að taka afstöðu í málinu. Niðurstaða hans getur orðið á þrjá vegu. Hann getur komist að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi á þeim forsendum. Hann getur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara og hann getur fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagt fyrir hann að gefa út ákæru í málinu. Sjaldgæft er að hinu síðastnefnda sé beitt en dæmin eru þó til. Í júlí síðastliðnum fól ríkissaksóknari héraðssaksóknara að gefa út ákæru í nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði áður fellt niður.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Rannsókn á manndrápi langt komin Grímur Grímsson segist ekki geta svarað hvort vitnavernd verði aukin eftir að Jóni Trausta var sleppt. 28. júní 2017 07:00 Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09 Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Háar skaðabótakröfur vegna stórfelldrar líkamsárásar í Mosfellsdal sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 13:33 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Rannsókn á manndrápi langt komin Grímur Grímsson segist ekki geta svarað hvort vitnavernd verði aukin eftir að Jóni Trausta var sleppt. 28. júní 2017 07:00
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Sveinn Gestur Tryggvason hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur. Hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. 31. ágúst 2017 10:09
Krefst tuga milljóna króna í skaðabætur Háar skaðabótakröfur vegna stórfelldrar líkamsárásar í Mosfellsdal sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 13:33
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent