Erlent

Nýnasistar og hvítir þjóðernissinnar mótmæltu flóttamönnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælendurnir í Shelbyville voru ósáttir við flóttamenn í Tennessee.
Mótmælendurnir í Shelbyville voru ósáttir við flóttamenn í Tennessee. Vísir/AFP
Nokkur hundruð hvítir þjóðernissinnar og nýnasistar komu saman í Tennessee í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla mótttöku flóttamanna í ríkinu. Slagorð tveggja samkoma öfgamannanna var „Líf hvítra skipta máli“.

Samkomurnar fóru fram í smábæjunum Shelbyville og Murfreesboro og tóku um þrjú hundruð hægriöfgamenn þátt í þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nokkrir af sömu hópunum og skipulögðu samkomu í Charlottesville í Virginíu fyrr í sumar komu að skipulagningu viðburðanna núna.

Bæirnir tveir hafa tekið við flóttamönnum frá Írak, Sómalíu og fleiri löndum. Ríkisstjórnin í Tennessee stefndi alríkisstjórninni í mars en hún telur sig hafa verið neydda til að taka við flóttamönnum gegn vilja sínum.

Mikill lögregluviðbúnaður var vegna mótmælendanna en hópur gagnmótmælenda safnaðist einnig saman til að sýna öfgamönnunum mótspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×