Gríðarleg eyðilegging í norðurhluta Kaliforníu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 23:41 Eyðileggingin hefur verið gífurleg í borginni Santa Rosa. Rúmlega 175 þúsund manns búa í borginni sem er staðsett um 80 kílómetra frá San Fransisco Google Maps/CHP Golden Gate Division Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown. Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown.
Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32