Erlent

Bandaríkjaher flýgur sprengjuþotum yfir Kóreuskaga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þoturnar flugu frá Gvam.
Þoturnar flugu frá Gvam. Vísir/AFP
Bandaríski og suður-kóreski herinn stunda nú sameiginlegar heræfingar á Kóreuskaga. Æfingarnar fela í sér flug bandarískra sprengjuflugvéla yfir skagann en Norður-Kóreustjórn hefur hótað því að skjóta niður hverja þá sprengjuflugvél sem kemur of nærri landamærum Norður-Kóreu. Þá taka suður-kóreskar herþotur einnig þátt í æfingunni og æfa sig í að hitta skotmörk á jörðu niðri.

Þoturnar tóku á loft frá Gvam í gærkvöldi og flugu þaðan inn í suður-kóreska lofthelgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hótaði fyrr á þessu ári árásum á Gvam en þar  Að sögn bandaríkjahers hafa Japanir jafnframt komið að æfingunum en í frétt breska ríkisútvarpsins er ekki tilgreint í hverju aðkoma þeirra fólst.

Æfingarnar eru haldnar vegna aukinnar spennu á Kóreuskaga. Stjórnvöld í Pjongjang hafa á síðustu mánuðum framkvæmd sex kjarnorkutilraunir og skotið tveimur eldflaugum yfir Japan.

Þá brutust tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu inn í gagnabanka varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu og stálu gögnum sem tengjast hernaðaráætlunum bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjanna

Greint var frá málinu í gær en afskaplega ólíklegt er að þessi tíðindi verði til þess að leysa úr spennu ríkjanna. Bandaríkjaforseti og einræðisherra Norður-Kóreu hafa kallað hvor annan geðsjúklinga og hótað árásum og gjöreyðingu.


Tengdar fréttir

Stálu áætlunum Bandaríkjahers

Rhee Cheol-hee, suðurkóreskur þingmaður, staðfesti innbrotið í gær en Norður-Kórea hefur neitað öllum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×