Lést eftir að hafa kastað sér úr leigubíl á ferð Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 14:30 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“ Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“
Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20