Lést eftir að hafa kastað sér úr leigubíl á ferð Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 14:30 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“ Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“
Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent