Lést eftir að hafa kastað sér úr leigubíl á ferð Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 14:30 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“ Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“
Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20