Innlent

Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Maðurinn var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. vísir/eyþór
Lögregla á Suðurnesjum var kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði fallið út úr leigubíl á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi síðasta mánudags.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar hafi kínverskur ríkisborgari, tæplega fertugur karlmaður, farið úr leigubifreið á ferð með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla höfuðáverka.

„Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Maðurinn var farþegi í leigubifreiðinni þegar slysið varð en bifreiðinni mun hafa verið ekið með um 40 km hraða á klst. Nánari tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×