Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2017 15:48 Jóna Sólveig Elínardóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Vísir/Stefán Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“ Kosningar 2017 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“
Kosningar 2017 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira