Metið sem Liverpool setti á móti KR-ingum féll loksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2017 09:30 Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn fyrir 53 árum síðan. Ron Yeats og Ellert B Schram. Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30
Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24