Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2017 10:05 Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns yfirgefa opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Eyþór Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26
Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37