Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 19:26 Vísir/Andri Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans. Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans.
Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39