Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2017 06:00 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, ásamt fulltrúum sýslumanns og lögmanni Glitnis Holdco á dómþingi á skrifstofu blaðsins í gær. Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03