Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2017 06:00 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, ásamt fulltrúum sýslumanns og lögmanni Glitnis Holdco á dómþingi á skrifstofu blaðsins í gær. Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar kallar eftir því að kjörnir fulltrúar beiti sér fyrir því að gera íslenskt lagaumhverfi gegnsærra. Ákallið fylgir í kjölfar lögbannskröfu eignarhaldsfélags Glitnis á frekari fréttaflutning úr gögnum frá hinum fallna banka. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Föstudaginn fyrir helgi fór Glitnir HoldCo., eignarhaldsfélag Glitnis, þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnum þeim sem Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu segir að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Að auki var gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Fulltrúi sýslumanns mætti á ritstjórn Stundarinnar í gær þar sem málið var afgreitt.Sjá einnig: Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. „Mér finnst að kjörnir fulltrúar eigi að neyta stöðu sinnar til að breyta lagaumhverfi þegar kemur að fjölmiðlum og gagnsæi,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. „Þetta sýnir að við sem samfélag náðum ekki að bregðast við vandamálum leyndarhyggjunnar, kerfið og lagaumhverfið hefur ekki verið uppfært.“ Jón Trausti segir að miðað við upplýsingar frá fulltrúa sýslumanns muni að öllum líkindum ekki nást að birta frekari umfjöllun byggða á Glitnisgögnunum fyrir alþingiskosningarnar 28. október. Stundin hafi lagt sérstaka áherslu á að flýta fréttaflutningnum svo hann yrði ekki of nærri kosningunum. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleira um þau eigi erindi til almennings,“ segir hann. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í yfirlýsingu í gær að félagið mótmælti og fordæmdi þessar aðgerðir. Sýslumaður ætti ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. „Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela,“ sagði Hjálmar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Blaðamannafélag Íslands og Píratar eru á meðal þeirra sem fordæmt hafa lögbannið. 16. október 2017 20:10
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03