Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 19:30 Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík um að verða að hluta við kröfu Glitnis Holdco ehf. um lögbann á fréttaumfjöllun Stundarinnar er umdeild. Í lögbannsbeiðninni er vísað til ákvæðis um bankaleynd í lögum um fjármálafyrirtæki og er vísað til þess að Stundin hafi boðað frekari umfjöllun byggt á stolnum gögnum sem enginn vafi leiki á að komi frá Glitni. Stjórnendur Glitnis Holdco báðust undan viðtali en sögðu að megintilgangur lögbannsins hafi verið að verja hagsmuni þúsunda viðskiptavina gamla Glitnis. Í málinu vegast á hagsmunir Glitnis Holdco og þeirra sem upplýsingarnar ná til og hins vegar réttar Stundarinnar til að segja fréttir og þar með réttur almennings til að fá þessar fréttir. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu í dómum fjölmiðlar gegni hlutverki varðhunda almennings (e. public watchdog) og að einungis sé hægt að takmarka tjáningarfrelsi fjölmiðla ef takmörkunin sé nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hæstiréttur Íslands virðist hafa reynt á síðustu árum að innleiða aðferðafræði réttarins í dómum sínum enda hefur íslenska ríkið margsinnis fengið á sig áfellisdóma í Strassborg vegna brota á 10. gr. mannréttindasáttmálans vegna skerðingar á tjáningarfrelsi fjölmiðla. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild HÍ segir að líkur séu á því að brotið sé gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í ljósi þess að lagt sé algjört fyrirfram bann við frekari umfjöllun um fjármál forsætisráðherra með úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík um lögbann.Vísir/Fréttir Stöðvar 2Mjög mikið þarf að koma til Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir að mjög mikið þurfi að koma til svo að heimilt sé að leggja algjört fyrirfram bann við umfjöllun um fjármál forsætisráðherra í aðdraganda kosninga. „Að því marki sem að lögbannið takmarkar umfjöllun um málefni forsætisráðherra og valdamanna í aðdraganda kosninga þá tel ég líklegt að það yrði ekki talið standast,“ segir Eiríkur. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning.Vísir/ÞÞRagnar Aðalsteinsson hæstiréttarlögmaður segir klárt að upplýsingar sem birtar hafi verið í umfjöllun Stundarinnar eigi brýnt erindi við almenning. Ragnar er einn eigenda Réttar sem gætt hefur hagsmuna blaðsins í þessu máli. „Miðað við þær upplýsingar sem hafa verið birtar fram að þessu þá er augljóst að þær eiga erindi við almenning í landinu og það var hreint og beint skylda fjölmiðilsins að birta þessar upplýsingar úr því að hann fékk þær í hendur. Það kunna að vegast á þarna sérstök sjónarmið um friðhelgi einkalífsins en þarna trompar tjáningarfrelsið og sérstaklega réttur fjölmiðla þau réttindi vegna þess að um er að ræða opinberar persónur og vegna þess að um er að ræða eitthvað sem skiptir verulegu máli í þjóðfélagsumræðunni,“ segir Ragnar. „Erum í siðferðislegri valkreppu“ Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef það virði ekki lögbannið. „Umfjöllun Stundarinnar er núna komin í bið og það lítur allt út fyrir að hún verði þannig framyfir kosningar. Okkur er lagalega óheimilt að fjalla um málið, sama hversu mikilvægt okkur kann að þykja að koma því á framfæri við almenning. Við erum í siðferðislegri valkreppu,“ segir Jón Trausti. Hún felist í því að virða lögbannið eða miðla upplýsingum sem eiga erindi við almenning og taka afleiðingum þess. Glitnir Holdco hefur eina viku til þess að höfða staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins. Þær upplýsingar fengust hjá Glitni Holdco í dag að slíkt mál yrði höfðað innan frestsins. Ljóst er að niðurstaðan úr því máli mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum kosningum 28. október.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira