Erlent

Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels?

Þórdís Valsdóttir skrifar
Tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar.
Tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Vísir/getty
Sænska Nóbelsnefndin mun tilkynna hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels innan skamms. Fréttamannafundurinn hefst klukkan 11 í beinni útsendingu frá Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan.

Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar.

Illa gekk þó að ná í tónskáldið eftir að nefndin tilkynnti um sigur hans. Hann tók loksins við verðlaununum í apríl á þessu ári, tæplega hálfu ári eftir að nefndin tilkynnti sigur hans á fréttamannafundi.

195 manns eru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Keníski rithöfundurinn Ngũgĩ wa Thiong'o, hinn japanski Haruki Murakami og hin kanadíska Margaret Atwood hafa verið talin líklegust til að hljóta verðlaunin í ár.

Óheimilt er að opinbera hverjir eru tilnefndir, eða gefa út frekari upplýsingar um tilnefningar, fyrr en fimmtíu árum eftir að verðlaunin hafa verið veitt. 

Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun.

Friðarverðlaun Nóbels veitt á morgun

Bein útsending verður frá fréttamannafundi Nóbelsverðlaunanefndarinnar þar sem tilkynnt verður hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Útsendingin hefst klukkan 9 og hægt verður að fylgjast með henni á Vísi.

Fyrr í vikunni hefur sænska Nóbelsverðlaunin tilkynnt hverjir hlóta Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði.

Á mánudag verður tilkynnt hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel. Verðlaunin eru afhent 10. desember, á dánardegi Alfred Nobel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×