Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 3. október 2017 19:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24