Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 23:15 Björt Ólafsdóttir óskar Jóni Gnarr velfarnaðar í störfum fyrir Samfylkinguna. Vísir „Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“ Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“
Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25