Innlent

Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur gengið í raðir Samfylkingarinnar og útilokar ekki endurkomu sína í pólitík.Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar 2012 og runnu flokkarnir tveir saman árið 2013.Jón var hins vegar með erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar í dag og segist hann hafa tekið að sér ráðgjafarstörf fyrir flokkinn.Þrátt fyrir að hafa sagt skilið við Bjarta framtíð telur hann áherslur flokkanna svipaðar.„Er þetta ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það," segir Jón Gnarr.„Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki," segir hann.Útilokar ekki framboð síðar meir

Jón verður ekki þó ekki á lista Samfylkingarinnar að þessu sinni en hann útilokar ekki áframhaldandi störf fyrir flokkinn.„Ef það er gaman og ég tala nú ekki um ef það gengur vel að þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram að starfa með Samfylkingunni," segir Jón.Markar þetta endurkomu þína í pólitík?„Ég veit það ekki, kannski, kannski ekki," segir Jón Gnarr.Fréttin hefur verið uppfærð með beinum tilvitnunum í Jón úr viðtali Stöðvar 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.