Fótbolti

Kvennalandsliðið fær jafn mikið og karlarnir

María Þórisdóttir leikur með norska landsliðinu.
María Þórisdóttir leikur með norska landsliðinu.
Norska knattspyrnusambandið hefur skrifað undir samning þess efnis að leikmenn karla- og kvennalandsliðs Noregs í knattspyrnu fái jafn mikið greitt fyrir verkefni sín með norska landsliðinu.

Joachim Walltin, formaður leikmannasamtakana í Noregi, segir að Noregur sé fyrsta þjóðin til þess að gera slíkan samning. Knattspyrnusambandið hefur þar með tvöfaldað þóknna til kvennalandsliðsins.

Þóknunin fer úr 3,1 milljón norskra króna í 6 milljónir norskra króna. Stórt stökk þar í landi og Waltin bætti við að Noregur væri land þar sem jafnrétti væri afar mikilvægt. Hann sagði að þetta væri gott fyrir landið og íþróttina.

Walltin sagði að enn ætti eftir að loka samningnum endanlega og gefa út hvað stelpurnar fá fyrir hvert verkefni, en hann sagði að það færi eftir hversu margar þær væru í hópnum. Drengirnir fá gert upp árlega.

„Takk fyrir að taka þetta skref fyrir kvennkyns íþróttamenn. Að sýna jafnrétti og að hjálpa okkur öllum, gerir þetta aðeins auðveldara, að ná okkar markmiðum,” sagði norski vængmaðurinn, Caroline Graham Hansen, á Instagram-síðu sinni.

Á dögunum logaði allt í Danmörku þar sem leikmenn danska kvennalandsliðsins ákvaðu að æfa ekki né spila fyrr en þær fengu ríflega launahækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×