Meirihluti kýs að öllum líkindum sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Dráttarvélalest ók inn í Barcelona til þess að hvetja borgara til þess að kjósa. Nordicphotos/AFP Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Nærri öruggt þykir að meirihluti kjósenda muni greiða atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði þegar Katalónar ganga til kosninga á morgun. Er það vegna þess að flokkar sem andvígir eru sjálfstæði, og hafa um fjörutíu prósent þingsæta, hafa hvatt stuðningsmenn sína til að sniðganga kosningarnar. Lítið er um skoðanakannanir í málinu en sú nýjasta sem Fréttablaðið fann birtist á katalónsku fréttasíðunni Ara þann 16. september síðastliðinn. Sögðust 44,1 prósent vilja sjálfstæði en 38,1 prósent ekki. Spánverjar hafa ítrekað lýst því yfir að kosningar morgundagsins séu ólöglegar og verða niðurstöður kosninganna því ekki virtar. Jafnframt hafa Spánverjar sent þúsundir lögreglumanna til Katalóníu og hefur lögreglu verið skipað að gera öll kjörgögn upptæk. Katalónar halda hins vegar ótrauðir áfram og reyna sjálfstæðissinnar að verja kosningarnar. Til að mynda keyrði dráttarvélalest inn í höfuðborgina Barcelona í gær og veifuðu bændurnir sem óku vélunum kjörseðlum og fána Katalóníu til þess að hvetja fólk til þess að mæta á kjörstað. Bændurnir ætla sér að leggja dráttarvélum sínum fyrir utan kjörstaði víðs vegar um borgina á morgun. Hyggjast þeir gera það í þeim tilgangi að hindra aðgerðir lögreglu svo hún geti ekki gert kjörgögn upptæk. Í ljósi sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu má búast við því að kjörsókn verði dræm en, eins og áður segir, stórsigri sjálfstæðissinna. Samkvæmt katalónskum lögum er yfirvöldum héraðsins heimilt að lýsa yfir sjálfstæði allt að 48 klukkustundum eftir að niðurstöður kosninganna koma í ljós. Carles Puidgemont, forseti Katalóníu, sagði við BBC að ekki væri útilokað að sjálfstæði yrði ekki lýst yfir. „Ef til vill reynum við að setjast niður með spænsku ríkisstjórninni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira