Norska ungstirnið áfram út í kuldanum hjá Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 14:30 Martin Ödegaard fær bara að spila með 21 árs landsliðinu eftir að Lars Lagerbäck tók við A-landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta og fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, velur enn ekki Martin Ödegaard í A-landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard hefur ekki verið valinn í A-landsliðið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu en hann lék 9 landsleiki frá 2014 til 2016. Ödegaard heldur upp á 19 ára afmælið sitt í desember. Lars Lagerbäck var í dag að velja landsliðshópinn fyrir tvo síðustu leiki Norðmanna í undankeppni HM 2018 sem verða á móti San Marínó 5. október og Norður-Írlandi 8. október. Martin Ödegaard verður þess í stað í norska 21 árs landsliðinu sem er að spila á sama tíma. Ödegaard er eigu spænska stórliðsins Real Madrid en liðið lánaði hann til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur verið að spila vel. „Við völdum þann hóp sem við teljum að henti liðinu best. Mín skoðun er sú að 21 árs landsliðið fær tvo góða leiki og ég er að vonast eftir því að hann fái að spila 90 mínútur í þeim báðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck gerir samt breytingar á hópnum og tekur þrjá nýja leikmenn inn. Það eru þeir Pål André Helland, Markus Henriksen og Alexander Söderlund. Hinn 30 ára gamli Alexander Söderlund spilaði á sínum tíma með FH í Pepsi-deildinni en hann leikur nú með Saint-Étienne í Frakklandi. Pål André Helland er 27 ára kantmaður sem spilar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni og Markus Henriksen er 25 ára sókndjarfur miðjumaður sem spilar með Hull City í ensku b-deildinni.Hér má sjá allan hópinn.Troppen mot San Marino og Nord-Irland! pic.twitter.com/xpDMn9EZJX — NorgesFotballforbund (@NFF_info) September 26, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta og fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, velur enn ekki Martin Ödegaard í A-landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard hefur ekki verið valinn í A-landsliðið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu en hann lék 9 landsleiki frá 2014 til 2016. Ödegaard heldur upp á 19 ára afmælið sitt í desember. Lars Lagerbäck var í dag að velja landsliðshópinn fyrir tvo síðustu leiki Norðmanna í undankeppni HM 2018 sem verða á móti San Marínó 5. október og Norður-Írlandi 8. október. Martin Ödegaard verður þess í stað í norska 21 árs landsliðinu sem er að spila á sama tíma. Ödegaard er eigu spænska stórliðsins Real Madrid en liðið lánaði hann til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur verið að spila vel. „Við völdum þann hóp sem við teljum að henti liðinu best. Mín skoðun er sú að 21 árs landsliðið fær tvo góða leiki og ég er að vonast eftir því að hann fái að spila 90 mínútur í þeim báðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck gerir samt breytingar á hópnum og tekur þrjá nýja leikmenn inn. Það eru þeir Pål André Helland, Markus Henriksen og Alexander Söderlund. Hinn 30 ára gamli Alexander Söderlund spilaði á sínum tíma með FH í Pepsi-deildinni en hann leikur nú með Saint-Étienne í Frakklandi. Pål André Helland er 27 ára kantmaður sem spilar með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni og Markus Henriksen er 25 ára sókndjarfur miðjumaður sem spilar með Hull City í ensku b-deildinni.Hér má sjá allan hópinn.Troppen mot San Marino og Nord-Irland! pic.twitter.com/xpDMn9EZJX — NorgesFotballforbund (@NFF_info) September 26, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira