Aðstaða fyrir ferðalanga í neyð opnuð á suðausturlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 27. september 2017 18:00 Á myndinni má sjá staðsetningu félagsheimilanna sem Lögreglan á Suðurlandi hefur opnað fyrir ferðalanga sem ekki hafa í önnur hús að vernda. Vísir Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og hafa vegir skemmst víða vegna vatnavaxta. Þjóðvegi 1 var lokað í dag við Hólmsá á Mýrum og hefur Lögreglan á Suðurlandi brugðið á það ráð að opna aðstöðu fyrir ferðalanga sem komast ekki leiða sinna. Tvö félagsheimili hafa verið útbúin á svæðinu, annað í Hofgarði og hitt í Mánagarði. Húsin eru staðsett sitt hvorum megin við lokun þjóðvegarins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði að enginn væri kominn í húsin nú á sjötta tímanum og ekki er vitað við hversu mörgum megi búast. „Við hvetjum fólk til þess að finna sér aðra gistingu, ef mögulegt er.“ Lögreglan býst við því að fá innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn en aðstaðan er opin öllum þeim sem ekki eiga í önnur hús að vernda. Gunnar Ingi Valgeirsson, forstöðumaður á Mánagarði, segir að íþróttahúsið og samkomuhúsið sé vel útbúið til að taka á móti fólki. „Þetta er fimleikasalur svo það er nóg af dýnum og eldhúsið er vel útbúið,“ sagði Gunnar Ingi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu síðustu daga og arað hafði verið við vatnavöxtum. Þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir mikið regn sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í dag að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi komið á óvart. Sveinn Kristján segir að óvíst sé hvenær vegurinn muni verða opnaður aftur en útlit er fyrir að hann verði ekki opnaður fyrr en seinnipart fimmtudags. Tengdar fréttir Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og hafa vegir skemmst víða vegna vatnavaxta. Þjóðvegi 1 var lokað í dag við Hólmsá á Mýrum og hefur Lögreglan á Suðurlandi brugðið á það ráð að opna aðstöðu fyrir ferðalanga sem komast ekki leiða sinna. Tvö félagsheimili hafa verið útbúin á svæðinu, annað í Hofgarði og hitt í Mánagarði. Húsin eru staðsett sitt hvorum megin við lokun þjóðvegarins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði að enginn væri kominn í húsin nú á sjötta tímanum og ekki er vitað við hversu mörgum megi búast. „Við hvetjum fólk til þess að finna sér aðra gistingu, ef mögulegt er.“ Lögreglan býst við því að fá innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn en aðstaðan er opin öllum þeim sem ekki eiga í önnur hús að vernda. Gunnar Ingi Valgeirsson, forstöðumaður á Mánagarði, segir að íþróttahúsið og samkomuhúsið sé vel útbúið til að taka á móti fólki. „Þetta er fimleikasalur svo það er nóg af dýnum og eldhúsið er vel útbúið,“ sagði Gunnar Ingi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu síðustu daga og arað hafði verið við vatnavöxtum. Þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir mikið regn sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í dag að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi komið á óvart. Sveinn Kristján segir að óvíst sé hvenær vegurinn muni verða opnaður aftur en útlit er fyrir að hann verði ekki opnaður fyrr en seinnipart fimmtudags.
Tengdar fréttir Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45