Erlent

Erfitt verkefni fram undan eftir kosningar í Þýskalandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Angela Merkel kanslari reynir að mynda ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP
Angela Merkel kanslari reynir að mynda ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP
Óljóst er hvaða flokkar munu mynda ríkisstjórn í Þýskalandi eftir nýafstaðnar kosningar. BBC greinir frá því að óvissan hafi leitt til þess að gengi evrunnar mældist lægra í gær en það hefur gert undanfarinn mánuð.

Líklegast þykir að Kristilegir demókratar (CDU/CSU), undir forystu Angelu Merkel, muni leiða ríkisstjórn með Frjálslynda demókrata (FDP) og Græningja sér við hlið. Það er eini mögulegi meirihlutinn ef frá eru talin stjórnarmynstur með flokkum sem hafa útilokað samstarf með ákveðnum flokkum eða ríkisstjórnarsetu alfarið.

Christian Lindner, leiðtogi FDP, sagði í samtali við Die Welt í gær að þótt stærðfræðin gengi upp teldi flokkurinn sig hafa umboð til að breyta stefnu þýskra stjórnmála. Flokkur Linder var annar tveggja sem bættu við sig meira en eins prósentustigs fylgi frá 2013.

Talið er að lengst sé á milli Græningja og FDP. Eru flokkarnir til að mynda ósammála í mennta-, innflytjenda- og Evrópumálum, að því er BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×