RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. september 2017 06:00 RÚV féllst á að greiða 2,5 milljónir króna í meiðyrðamáli. Vísir/Ernir Þær 2,5 milljónir króna sem Ríkisútvarpið féllst á að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni í miskabætur og málskostnað til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla eru hálfri milljón meira en dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðustu fimm árin hið minnsta. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær mátu forsvarsmenn Ríkisútvarpsins það sem svo að staða þeirra væri hugsanlega veik fyrir dómi í meiðyrðamálinu þar sem Guðmundur krafðist alls 10 milljóna í miskabætur og því væri fjárhagslega hagstæðara að greiða út 2,5 milljónir til ljúka því. Gagnrýnt hefur verið að Ríkisútvarpið hafi ekki látið reyna á málið fyrir dómstólum, það gerði meðal annars Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið fann dæmi um sex sakfellingar í meiðyrðamálum í héraði aftur til nóvember 2012. Í tveimur þessara mála sneri Hæstiréttur Íslands dómunum við og sýknaði hina stefndu. Meðaltal fjárhæða miskabóta, málskostnaðar og kostnaðar við birtingu dóma í þessum sex málum er þrátt fyrir það rúmlega 1,2 milljónum lægri en upphæðin sem Ríkisútvarpið greiddi til að ljúka málinu utan dómstóla. Í öllum málunum þar sem menn voru dæmdir fyrir meiðyrði var krafist milljóna í miskabætur en uppskeran var yfirleitt nokkur hundruð þúsund krónur þegar upp var staðið. Við þá upphæð bættist síðan vanalega hár málskostnaður og kostnaður við birtingu dómanna. Í mun fleiri tilfellum endaði þó meiðyrðamál með sýknu á sama tímabili. Dýrasti meiðyrðadómurinn af þeim sem Fréttablaðið fann við yfirferð sína var í máli fjárfestisins Jóns Þorsteins Jónssonar gegn ritstjórum og fréttastjóra DV. Dómur í því féll 16. desember 2013 í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem blaðamennirnir voru dæmdir til að greiða Jóni Þorsteini 300.000 krónur í miskabætur í máli þar sem hann hafði krafist þriggja milljóna í bætur. Við bættust svo 400.000 til að kosta birtingu dómsins í dagblöðum og netmiðlum og ríflega 1,3 milljónir í málskostnað. Alls rúmlega tvær milljónir króna. Hæstiréttur synjaði svo beiðni DV um áfrýjunarleyfi sem sækja þurfti um vegna þess að upphæð bótanna var undir tilskildum mörkum til að hægt væri að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Næstdýrasta sakfellingin í meiðyrðamáli féll í júní síðastliðnum þegar sex einstaklingar voru dæmdir til að greiða Bergvini Oddsyni, fyrrverandi formanni Blindrafélagsins, 900.000 krónur í miskabætur og 750.000 í málskostnað. Alls 1.650.000 krónur, alls 850.000 krónum lægri upphæð en Ríkisútvarpið samdi við Guðmund Spartakus um.Meiðyrðadómar í héraði þar sem var sakfellt30. júní 2017Sex manns dæmdir til að greiða Bergvin Oddssyni, fyrrv. formanni Blindafélagsins, 900 þús. í miskabætur og 750 þús í málskostnað. Alls 1.650 þús. kr.14. október 2014Jón Guðbjartsson dæmdur til að greiða Helga Áss Grétarssyni 300 þús. í miskabætur, 660 þús. í málskostnað og 63 þús. til að kosta birtingu dóms í einu dagblaði. Alls: 1.023 þús. kr.11. mars 2014Ritstjóra DV og DV ehf. gert að greiða Söru Lind Guðbergsdóttur 300 þús. í miskabætur, 500 þús. í miskabætur og 621 þús til að kosta birtingu dóms í víðlesnu dagblaði. Alls: 1.421 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Málskostnaður í héraði og Hæstarétti felldur niður.)17. desember 2013Ritstjórum DV gert að greiða Hans Aðalsteini Helgasyni 200 þús. í miskabætur, 500 þús. í málskostnað auk 100 þús í sekt í ríkissjóð. Alls: 800 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Hans gert að greiða ritstjórunum tveimur 500 þús. hvorum í málskostnað í héraði og Hæstarétti.)16. desember 2013Ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Þorsteini Jónssyni 300 þús. í miskabætur, 1.365 þús. í málskostnað og 400 þús. til að kosta birtingu dóms í dagblöðum og netmiðlum. Alls: 2.065. þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)29. nóvember 2012Ólafi Arnarsyni gert að greiða Friðriki Jón Arngrímssyni 300 þús. í miskabætur og 450 þús í málskostnað. Alls 750 þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar) Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þær 2,5 milljónir króna sem Ríkisútvarpið féllst á að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni í miskabætur og málskostnað til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla eru hálfri milljón meira en dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðustu fimm árin hið minnsta. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær mátu forsvarsmenn Ríkisútvarpsins það sem svo að staða þeirra væri hugsanlega veik fyrir dómi í meiðyrðamálinu þar sem Guðmundur krafðist alls 10 milljóna í miskabætur og því væri fjárhagslega hagstæðara að greiða út 2,5 milljónir til ljúka því. Gagnrýnt hefur verið að Ríkisútvarpið hafi ekki látið reyna á málið fyrir dómstólum, það gerði meðal annars Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið fann dæmi um sex sakfellingar í meiðyrðamálum í héraði aftur til nóvember 2012. Í tveimur þessara mála sneri Hæstiréttur Íslands dómunum við og sýknaði hina stefndu. Meðaltal fjárhæða miskabóta, málskostnaðar og kostnaðar við birtingu dóma í þessum sex málum er þrátt fyrir það rúmlega 1,2 milljónum lægri en upphæðin sem Ríkisútvarpið greiddi til að ljúka málinu utan dómstóla. Í öllum málunum þar sem menn voru dæmdir fyrir meiðyrði var krafist milljóna í miskabætur en uppskeran var yfirleitt nokkur hundruð þúsund krónur þegar upp var staðið. Við þá upphæð bættist síðan vanalega hár málskostnaður og kostnaður við birtingu dómanna. Í mun fleiri tilfellum endaði þó meiðyrðamál með sýknu á sama tímabili. Dýrasti meiðyrðadómurinn af þeim sem Fréttablaðið fann við yfirferð sína var í máli fjárfestisins Jóns Þorsteins Jónssonar gegn ritstjórum og fréttastjóra DV. Dómur í því féll 16. desember 2013 í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem blaðamennirnir voru dæmdir til að greiða Jóni Þorsteini 300.000 krónur í miskabætur í máli þar sem hann hafði krafist þriggja milljóna í bætur. Við bættust svo 400.000 til að kosta birtingu dómsins í dagblöðum og netmiðlum og ríflega 1,3 milljónir í málskostnað. Alls rúmlega tvær milljónir króna. Hæstiréttur synjaði svo beiðni DV um áfrýjunarleyfi sem sækja þurfti um vegna þess að upphæð bótanna var undir tilskildum mörkum til að hægt væri að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Næstdýrasta sakfellingin í meiðyrðamáli féll í júní síðastliðnum þegar sex einstaklingar voru dæmdir til að greiða Bergvini Oddsyni, fyrrverandi formanni Blindrafélagsins, 900.000 krónur í miskabætur og 750.000 í málskostnað. Alls 1.650.000 krónur, alls 850.000 krónum lægri upphæð en Ríkisútvarpið samdi við Guðmund Spartakus um.Meiðyrðadómar í héraði þar sem var sakfellt30. júní 2017Sex manns dæmdir til að greiða Bergvin Oddssyni, fyrrv. formanni Blindafélagsins, 900 þús. í miskabætur og 750 þús í málskostnað. Alls 1.650 þús. kr.14. október 2014Jón Guðbjartsson dæmdur til að greiða Helga Áss Grétarssyni 300 þús. í miskabætur, 660 þús. í málskostnað og 63 þús. til að kosta birtingu dóms í einu dagblaði. Alls: 1.023 þús. kr.11. mars 2014Ritstjóra DV og DV ehf. gert að greiða Söru Lind Guðbergsdóttur 300 þús. í miskabætur, 500 þús. í miskabætur og 621 þús til að kosta birtingu dóms í víðlesnu dagblaði. Alls: 1.421 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Málskostnaður í héraði og Hæstarétti felldur niður.)17. desember 2013Ritstjórum DV gert að greiða Hans Aðalsteini Helgasyni 200 þús. í miskabætur, 500 þús. í málskostnað auk 100 þús í sekt í ríkissjóð. Alls: 800 þús. kr. (Dómi snúið við í Hæstarétti og sýknað. Hans gert að greiða ritstjórunum tveimur 500 þús. hvorum í málskostnað í héraði og Hæstarétti.)16. desember 2013Ritstjórum og fréttastjóra DV gert að greiða Jóni Þorsteini Jónssyni 300 þús. í miskabætur, 1.365 þús. í málskostnað og 400 þús. til að kosta birtingu dóms í dagblöðum og netmiðlum. Alls: 2.065. þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)29. nóvember 2012Ólafi Arnarsyni gert að greiða Friðriki Jón Arngrímssyni 300 þús. í miskabætur og 450 þús í málskostnað. Alls 750 þús. kr. (Synjað um áfrýjun til Hæstaréttar)
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37
RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að staða þeirra fyrir dómi væri veik og hagstæðara væri að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna til að losna við meiðyrðamál hans. RÚV hefur ekki áður greitt fyrir að komast hjá málshöfðun. 28. september 2017 06:00