Innlent

Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen fer fram í dag. Nikolaj Olsen gengur hér inn í réttarsalinn.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen fer fram í dag. Nikolaj Olsen gengur hér inn í réttarsalinn. vísir/Anton Brink

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn.

Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf.

Thomas Møller mun sjálfur bera skýrslu fyrir dómi í dag. Þar að auki munu þrettán aðrir gefa skýrslu, ýmist í dómsal eða símleiðis. Þar á meðal er Niolaj Wilhelm Herluf Olsen, sem einnig var handtekinn í tengslum við málið og var í gæsluvarðhaldi um tíma.  Þá munu fjórir fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu líka gefa skýrslu.

Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum. Aðalmeðferðin hefst sem fyrr segir klukkan 9:15 en dómshúsið verður opnað 45 mínútum fyrr.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.