Fótbolti

Emil lék síðasta korterið í fyrsta sigri Udinese

vísir/getty
Emil Hallfreðsson kom inn af bekknum í fyrsta sigri Udinese á þessu tímabili í ítölsku deildinni en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna gegn Genoa.

Emil byrjaði leikinn í dag á bekknum en Jakub Jankto, tékkneski miðjumaðurinn, kom Udinese yfir á 16. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Genoa rautt spjald en Udinese missti sömuleiðis mann af velli á 79. mínútu, fimm mínútum eftir að Emil kom inn á.

Voru þetta fyrstu stig Genoa á þessu tímabili en með sigrinum hoppuðu þeir upp í 12. sæti deildarinnar.

Fresta þurfti leik Lazio og AC Milan um klukkustund þar sem völlurinn í Rómarborg var á floti en þegar þetta er skrifað er staðan 2-0 fyrir Lazio í hálfleik.

Gömlu liðsfélagar Emils í Hellas Verona fengu stóran skell á heimavelli 0-5 þegar Fiorentina kom í heimsókn en fyrr um daginn vann Inter 2-0 sigur á Spal á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Inter 2-0 Spal

Atalanta 2-1 Sassuolo

Cagliari 1-0 Crotone

Verona 0-5 Fiorentina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×