Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2017 06:00 Rafmagnsleysið þýðir að íbúar hafa þurft að grípa til prímusa og gamaldags eldstæða. vísir/afp Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira