Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 09:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn í afneitun um stöðu mála. Vísir/Anton Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn. Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn í bullandi afneitun um stöðu flokksins. „Þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst. Fólk er ennþá bara að meðtaka þetta. þessar fréttir komu á miðnætti í gær. Ég er ennþá bara í talsverðu áfalli eftir að hafa heyrt þetta. Ég átti ekki von á þessu, ekki í þessari mynd þótt að mér finnist þetta rétt ákvörðun hjá Bjartri framtíð,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi. Bæði Þórhildur Sunna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segja að rökrétt næsta skref sé að fólk tali saman á þingi og rjúki ekki til kosninga. „Við höfum allavega ákveðið að við erum opin fyrir því að tala við alla og sjá hvað er rétt í stöðunni að gera. Við viljum ekki rjúka af stað og gefast upp strax og segja kosningar strax,“ segir Þórhildur Sunna.Mikilvægt að afgreiða fjárlög „Okkur finnst eðlilegt núna þegar staðan er jafn óviss og hún er að við fyrst prófum bara að tala saman og athuga hvort það sé flötur fyrir þessu fimm flokka samstarfi eða minnihlutastjórn eða einhverju slíku. Það er náttúrulega fjárlagavinna fram undan. Það var rosalega slæmt í fyrra að hafa svona stuttan tíma og það er líka verra að ætla að vinna fjárlög án þess að það sé meirihluti með skýrt umboð til að vinna þess vinnu. þannig að þetta er afskaplega snúin staða, það er mjög erfitt að segja til um hvað gerist næst.“ Þórhildur Sunna sagði í Kastljósi í gærkvöldi að rökstuddur grunur væri uppi um að dómsmálaráðherra hefði misbeitt valdi sínu. Hún segir að Sjálfstæðismenn villi fyrir umræðunni um uppreist æru. „Mér sýnist þau bara vera í bullandi afneitun um sinn þátt í þessu máli. Þau þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir og þau neita gjörsamlega að gera það. Þau skýla sér á bak við upplýsingalög og annað slíkt sem mér finnst ótrúlegt í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar. Mér finnst þau vera að villa um fyrir umræðunni.“Birgitta ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Sigurður Ingi: „Óhjákvæmilegt að horfa til kosninga“ Hefur áður lýst því yfir að hann vildi mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. 15. september 2017 09:07
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels