Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Lestarvagninn í Lundúnum var fínkembdur í gær og sönnunargagna leitað. Nordicphotos/AFP Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent