Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Lestarvagninn í Lundúnum var fínkembdur í gær og sönnunargagna leitað. Nordicphotos/AFP Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira