Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Lestarvagninn í Lundúnum var fínkembdur í gær og sönnunargagna leitað. Nordicphotos/AFP Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira