Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2017 06:00 Lestarvagninn í Lundúnum var fínkembdur í gær og sönnunargagna leitað. Nordicphotos/AFP Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Heimatilbúin sprengja særði 29 í neðanjarðarlest í suðvesturhluta Lundúna í gær. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverkaárás en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vitni að árásinni lýstu því í samtali við BBC að sprengjan hefði litið út eins og fata í innkaupapoka. Kviknað hafi í innihaldi fötunnar en að sögn Franks Gardner, öryggissérfræðings BBC, sprakk sprengjan ekki. Ef hún hefði sprungið hefði hún banað öllum þeim sem voru í lestarvagninum. „Ég sá eldhnött fylla vagninn og hann nálgaðist mig. Það var á þeirri stundu sem ég hljóp í burtu. Ég hugsaði hvort einhver gæti verið að elta mig. Einhver með byssu eða hníf. Ég bað til guðs í huganum og hugsaði í smástund að mín síðasta stund væri runnin upp,“ sagði Anna Gorniak, sem var í lestarvagninum, við BBC í gær. Árásarmaðurinn flúði vettvang en sprengjan var tímastillt. Er nú umfangsmikil leit gerð að árásarmanninum og hafði hann ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Að því er BBC greinir frá rannsaka hundruð lögreglumanna árásina. Fyrrnefndur Gardner sagði í gær að hundruð lögreglumanna til viðbótar væru að fínkemba myndefni úr öryggismyndavélum á svæðinu. Þeir nytu aðstoðar leyniþjónustumanna. Enn fremur væri leyniþjónustan MI5 nú að fylgjast með rúmlega 3.000 mönnum á Bretlandi sem vitað er að hafa samúð með hryðjuverkasamtökum. Þetta er fimmta árás ársins í Bretlandi og sú eina það sem af er ári sem hefur ekki kostað neinn lífið. Samanlagður fjöldi þeirra sem létust í hinum fjórum árásunum er 36. Flestir þeirra létust í árásinni á tónleika í Manchester, 23 talsins. Þá telur lögregla sig hafa komið í veg fyrir sex árásir til viðbótar. Hinir grunuðu í þeim málum koma fyrir rétt á næstunni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana sýna heigulshátt. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter. Sagði hann að veikt fólk, sem breska lögreglan hefði fylgst með, hefði staðið að árásinni. „Árás í Lundúnum, framin af hryðjuverkaaumingja. Þetta er veikt fólk sem lögregla fylgdist með. Nauðsynlegt að fyrirbyggja!“ Breskir fjölmiðlar gagnrýndu Trump fyrir ummælin og bentu á að lögregla hefði ekki gefið neitt slíkt í skyn. Það gerði May einnig. „Ég held að það hjálpi aldrei til að setja fram getgátur um mál sem er til rannsóknar,“ sagði forsætisráðherrann um ummæli forsetans. Lögreglan í Lundúnum tók undir þau ummæli og sagði ummæli Trumps ekki hjálpa til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira