Enski boltinn

Cardiff bjargaði stigi á síðustu stundu

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Cardiff og Sheffield Wednesday í dag
Úr leik Cardiff og Sheffield Wednesday í dag vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, spilaði allan leikinn í jafntefli gegn Sheffield Wednesday í dag.

Gestirnir frá Sheffield náðu forystunni snemma leiks með marki Garys Hooper. Cardiff neituðu hinsvegar að gefast upp og uppskáru þeir eftir því í uppbótartíma þegar Souleymane Bamba skoraði jöfnunarmarkið. Lokatölur 1-1.

Reading mætti Brentford og var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Reading. Jón Daði átti hinsvegar erfitt uppdráttar í leiknum og var tekinn útaf í hálfleik en þessir leikur endaði 1-1.

Hörður Björgin Magnússon sat allan leikinn á varamannabekk Bristol City þegar liðið bar sigurorð af Derby 4-1.

Eftir leiki dagsins er Cardiff í 3. sæti deildarinnar með 8 stig, Reading er í 17. sæti með 9 stig og Bristol City komst í 8. sætið með sigrinum og er með 13 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×