Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 05:00 Frá prestastefnu á Húsavík. Vísir/GVA Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira