Enski boltinn

Messan: Liðin kunna að mæta á Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Að sjá holninguna á Matip. Hann setur hausinn undir sig og röltir af stað eins og einhver gíraffi sem er sársvangur og hefur engann áhuga á þessu,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn sérfræðinga Messunnar í gær.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Burnley á heimavelli á laugardaginn og fóru strákarnir í Messunni ófögrum orðum um varnarleik Liverpool í leiknum.

„Liðin virðast búin að læra það að mæta á Anfield,“ sagði þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Liverpool á 35 plús tilraunir, en þeir eiga í erfiðleikum með að verjast í fyrsta lagi og ná ekki að skora þessi mörk sem þarf.“

„Þó þeir hafi boltann mikið, þá eru öll liðin alltaf með trú á því að þau séu inni í leiknum vegna þess að þeir eru svo svakalega slakir að verjast,“ sagði Ríkharður Daðason.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×