Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2017 09:00 Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór og Svein líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. Hjalti Sigurjón Hauksson Hjalti Sigurjón Hauksson segir að Sveinn Eyjólfur Matthíasson og Haraldur Þór Teitsson hafi haft fulla vitneskju um að bréf eða undirskrift sem hann fékk frá þeim yrðu nýttar vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru. Vísir greindi frá því um helgina að Sveinn hafi skrifað undir bréf fyrir Hjalta. Það hafi þó verið á þeim forsendum að Hjalti ætlaði að sækja um vinnu við akstur hjá olíudreifingarfyrirtæki. Hann neitar því að hafa skrifað undir meðmælabréf fyrir Hjalta vegna umsóknar hans um uppreist æru. Í framhaldinu steig Haraldur, yfirmaður hjá Teiti Jónassyni, fram og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Bréfið sem veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru í september í fyrra með undirskriftum dómsmálaráðherra og forseta Íslands.Í samtali við Vísi vísar Hjalti þessu á bug. Aðspurður hvort að Haraldur Þór hafi vitað um tilgang þeirra bréfa sem Hjalti fékk frá honum segir Hjalti að svo hafi verið. „Hann vissi það alveg,“ segir Hjalti. Það sama hefur hann að segja um undirskrift Sveins Eyjólfs. Hjalti, sem viðurkennt hefur að hafa skrifað tvö af þeim þremur bréfum sem fylgdu umsókn hans um uppreist æru, segir að hann hafi mætt með bréf sem Sveinn átti að skrifa undir. Aðspurður hvort að Sveinn hafi vitað um tilgang bréfsins segir Hjalti að svo hafi verið. „Nákvæmlega, því að ég var búinn að undirstrika það við hann,“ segir Hjalti. Sveinn starfaði sem yfirmaður hjá Kynnisferðum, nú Reykjavík Excursions, í þrettán ár. Var hann næsti yfirmaður Hjalta þegar hann starfaði hjá Kynnisferðum. Sveinn segist hafa skrifað undir meðmælin undir þrýstingi frá yfirmönnum hjá Kynnisferðum. Benedikt Sveinsson, þriðji umsagnaraðili Hjalta, er einn eigenda Kynnisferða.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariSegist Hjalti hafa hringt nokkrum sinnum í Svein og að lokum mætt á skrifstofu hans þar sem Sveinn skrifaði undir bréfið. „Enda fór ég með uppreista æruna um leið og ég fékk hana til þess að sýna honum hana. Í raun og veru vorum við báðir ánægðir með þetta,“ segir Hjalti. „Þetta var áfangi sem við héldum að væri í lagi. Hann vildi fá mig strax í vinnu.“Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs.Aðspurður að því af hverju hann telji að Sveinn Eyjólfur og Haraldur Þór hafi gefið út yfirlýsingar þar sem þeir segjast hafa verið blekktir af Hjalta að hann telji að þeir séu að verja sig.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni.„Menn eru bara hræddir. Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki væra næstir í gálgann. Ég skil þá vel,“ segir Hjalti. Hann telur að þeir hafi veitt sér hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða. „Þeir skrifa um þetta í þeirra trú að þetta séu trúnaðarskjöl sem aldrei nokkur maður eigi eftir að lesa nema ráðuneytið og ríkisstjórn,“ segir Hjalti. Hjalti skilaði einnig inn meðmælabréfi frá Benedikti Sveinssyni, föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hafði Hjalti útbúið það bréf til undirskriftar. Lektor í refsirétti segir að tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum, líkt og Haraldur Þór og Sveinn halda fram. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar.Bréfin tvö sem Haraldur á að hafa undirritað og bárust innanríkisráðuneytinu með umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru.„Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Haraldur Þór Teitsson segist í Fréttablaðinu í dag íhuga að leita réttar síns. Hann hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Haraldur íhugar að leita réttar síns Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 19. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Var beittur þrýstingi og segir Hjalta Sigurjón hafa svikið loforð Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmaður Hjalta Sigurjóns hjá Kynnisferðum, segist hafa skrifað meðmæli með atvinnuumsókn þess efnis að hann væri stundvís og góður bílstjóri. 18. september 2017 10:37 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Hjalti Sigurjón Hauksson segir að Sveinn Eyjólfur Matthíasson og Haraldur Þór Teitsson hafi haft fulla vitneskju um að bréf eða undirskrift sem hann fékk frá þeim yrðu nýttar vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru. Vísir greindi frá því um helgina að Sveinn hafi skrifað undir bréf fyrir Hjalta. Það hafi þó verið á þeim forsendum að Hjalti ætlaði að sækja um vinnu við akstur hjá olíudreifingarfyrirtæki. Hann neitar því að hafa skrifað undir meðmælabréf fyrir Hjalta vegna umsóknar hans um uppreist æru. Í framhaldinu steig Haraldur, yfirmaður hjá Teiti Jónassyni, fram og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Bréfið sem veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru í september í fyrra með undirskriftum dómsmálaráðherra og forseta Íslands.Í samtali við Vísi vísar Hjalti þessu á bug. Aðspurður hvort að Haraldur Þór hafi vitað um tilgang þeirra bréfa sem Hjalti fékk frá honum segir Hjalti að svo hafi verið. „Hann vissi það alveg,“ segir Hjalti. Það sama hefur hann að segja um undirskrift Sveins Eyjólfs. Hjalti, sem viðurkennt hefur að hafa skrifað tvö af þeim þremur bréfum sem fylgdu umsókn hans um uppreist æru, segir að hann hafi mætt með bréf sem Sveinn átti að skrifa undir. Aðspurður hvort að Sveinn hafi vitað um tilgang bréfsins segir Hjalti að svo hafi verið. „Nákvæmlega, því að ég var búinn að undirstrika það við hann,“ segir Hjalti. Sveinn starfaði sem yfirmaður hjá Kynnisferðum, nú Reykjavík Excursions, í þrettán ár. Var hann næsti yfirmaður Hjalta þegar hann starfaði hjá Kynnisferðum. Sveinn segist hafa skrifað undir meðmælin undir þrýstingi frá yfirmönnum hjá Kynnisferðum. Benedikt Sveinsson, þriðji umsagnaraðili Hjalta, er einn eigenda Kynnisferða.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariSegist Hjalti hafa hringt nokkrum sinnum í Svein og að lokum mætt á skrifstofu hans þar sem Sveinn skrifaði undir bréfið. „Enda fór ég með uppreista æruna um leið og ég fékk hana til þess að sýna honum hana. Í raun og veru vorum við báðir ánægðir með þetta,“ segir Hjalti. „Þetta var áfangi sem við héldum að væri í lagi. Hann vildi fá mig strax í vinnu.“Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs.Aðspurður að því af hverju hann telji að Sveinn Eyjólfur og Haraldur Þór hafi gefið út yfirlýsingar þar sem þeir segjast hafa verið blekktir af Hjalta að hann telji að þeir séu að verja sig.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni.„Menn eru bara hræddir. Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki væra næstir í gálgann. Ég skil þá vel,“ segir Hjalti. Hann telur að þeir hafi veitt sér hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða. „Þeir skrifa um þetta í þeirra trú að þetta séu trúnaðarskjöl sem aldrei nokkur maður eigi eftir að lesa nema ráðuneytið og ríkisstjórn,“ segir Hjalti. Hjalti skilaði einnig inn meðmælabréfi frá Benedikti Sveinssyni, föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hafði Hjalti útbúið það bréf til undirskriftar. Lektor í refsirétti segir að tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum, líkt og Haraldur Þór og Sveinn halda fram. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar.Bréfin tvö sem Haraldur á að hafa undirritað og bárust innanríkisráðuneytinu með umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru.„Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Haraldur Þór Teitsson segist í Fréttablaðinu í dag íhuga að leita réttar síns. Hann hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Haraldur íhugar að leita réttar síns Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 19. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Var beittur þrýstingi og segir Hjalta Sigurjón hafa svikið loforð Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmaður Hjalta Sigurjóns hjá Kynnisferðum, segist hafa skrifað meðmæli með atvinnuumsókn þess efnis að hann væri stundvís og góður bílstjóri. 18. september 2017 10:37 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Haraldur íhugar að leita réttar síns Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 19. september 2017 06:00
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Var beittur þrýstingi og segir Hjalta Sigurjón hafa svikið loforð Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmaður Hjalta Sigurjóns hjá Kynnisferðum, segist hafa skrifað meðmæli með atvinnuumsókn þess efnis að hann væri stundvís og góður bílstjóri. 18. september 2017 10:37
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00