Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2017 20:00 Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira