Var beittur þrýstingi og segir Hjalta Sigurjón hafa svikið loforð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2017 10:37 Sveinn segist hafa verið beittur þrýstingi hjá Kynnisferðum um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli. Vísir/Ernir Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi yfirmaður Hjalta Sigurjóns Haukssonar hjá Kynnisferðum, segist hafa verið beittur þrýstingi um að veita honum meðmæli. Meðmælin hafi aðeins snúið að því að Hjalti væri stundvís og góður bílstjóri. Þá hafi Hjalti lofað því að meðmælin yrðu ekki notuð til annars en að sækja um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sveins til fjölmiðla í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sveinn kannaðist ekki við að hafa skrifað umsagnarbréf sem var hluti af umsókn Hjalta um uppreist æru. Í framhaldinu steig annar umsagnaraðili fram, Haraldur Þór Teitsson, og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/Hari Þriðji umsagnaraðili Hjalta Sigurjóns var Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra. Hann segir Hjalta Sigurjón hafa mætt með tilbúið bréf til sín. Benedikt hafi kvittað upp á það. Hjalti sagði við Vísi um helgina að hann hefði sjálfur skrifað tvö meðmælabréf af þremur. Þvertók hann fyrir að hafa falsað nokkuð. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í Fréttablaðinu í dag að Hjalti Sigurjón muni að óbreyttu halda æru sinni jafnvel þótt svo virðist sem tvö af þremur umsögnum hafi verið falsaðar. Forsenda fyrir uppreist æru eru tvær umsagnir. Haraldur Þór og Sveinn Eyjólfur þurfi að kæra Hjalta fyrir skjalafals til þess að einhverjar breytingar verði á því. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Að neðan má sjá yfirlýsingu Sveins í heild sinni Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að ég, undirritaður, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í tengslum við umsókn hans um uppreist æru. Þær upplýsingar eru ekki réttar.Fyrir nokkrum árum starfaði Hjalti Sigurjón sem bifreiðarstjóri hjá Kynnisferðum, meðan ég gegndi þar stöðu verkefnastjóra. Árið 2013, þegar í ljós kom að hann var dæmdur barnaníðingur, var honum sagt upp störfum. Þáverandi framkvæmdastjóri fór í kjölfarið fram á það við mig að hann yrði endurráðinn. Þeim fyrirmælum neitaði ég að fylgja. Nokkrum vikum síðar, í kjölfar fréttaflutnings af Hjalta Sigurjóni, fékk ég svo skilaboð frá stjórnendum fyrirtækisins um að ég réði þessu máli sjálfur og taldi ég því þá lokið. Nokkrum mánuðum síðar sótti Hjalti Sigurjón aftur um vinnu og framvísaði í því sambandi hreinu sakavottorði. Þáverandi rekstrarstjóri Hópbifreiða Kynnisferða hafði ekki verið upplýstur um sögu þessa máls, eða sögu Hjalta Sigurjóns, en ég gerði honum grein fyrir afstöðu minni að Hjalti Sigurjón ætti ekki að starfa við farþegaflutninga sökum fortíðar sinnar og tók hann undir þá niðurstöðu. Þáverandi framkvæmdastjóri kom í kjölfarið að máli við okkur og spurði hvort ekki væri eitthvað sem við gætum gert fyrir Hjalta Sigurjón, en við ítrekuðum, með vísan í fortíð hans, að það væri alls ekki ráðlegt. Í kjölfarið fór þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins þess á leit við mig að ég skrifaði fyrir Hjalta Sigurjón meðmælabréf. Ég varð ekki við því, en að einhverjum tíma loknum kom Hjalti Sigurjón tl mín og bað mig um að skrifa undir meðmælabréf sem hann hafði tilbúið. Ég las bréfið, sem var í heildina ekki mikið meira en tvær línur og á þá leið að hann væri stundvís og góður bílstjóri. Þetta stutta meðmælabréf var sannleikanum samkvæmt. Sökum þess þrýstings sem ég hefði verið beitur af yfirmönnum mínum skrifaði ég undir það. Það bréf var ætlað til stuðnings umsóknar hans um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki og lofaði hann því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð. Ég neita því alfarið að ég hafi ritað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón vegna umsóknar hans um uppreist æru og mér þykir miður hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að bendla mig við þetta mál og svert æru mína í kjölfarið. er það ósk mín að þessi yfirlýsing hreinsi nafn mitt og fer ég þess á leit við fjölmiðla, almenning og stjórnvöld að ég verði ekki frekar bendlaður við þetta mál. Sveinn Eyjólfur Matthíasson Uppreist æru Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi yfirmaður Hjalta Sigurjóns Haukssonar hjá Kynnisferðum, segist hafa verið beittur þrýstingi um að veita honum meðmæli. Meðmælin hafi aðeins snúið að því að Hjalti væri stundvís og góður bílstjóri. Þá hafi Hjalti lofað því að meðmælin yrðu ekki notuð til annars en að sækja um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sveins til fjölmiðla í dag. Vísir greindi frá því í gær að Sveinn kannaðist ekki við að hafa skrifað umsagnarbréf sem var hluti af umsókn Hjalta um uppreist æru. Í framhaldinu steig annar umsagnaraðili fram, Haraldur Þór Teitsson, og sagðist sömuleiðis hafa skrifað meðmæli fyrir Hjalta til að sækja um vinnu. Ekki uppreist æru.Hjalti fékk árið 2004 fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm ára og til sautján ára aldurs. Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/Hari Þriðji umsagnaraðili Hjalta Sigurjóns var Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra. Hann segir Hjalta Sigurjón hafa mætt með tilbúið bréf til sín. Benedikt hafi kvittað upp á það. Hjalti sagði við Vísi um helgina að hann hefði sjálfur skrifað tvö meðmælabréf af þremur. Þvertók hann fyrir að hafa falsað nokkuð. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í Fréttablaðinu í dag að Hjalti Sigurjón muni að óbreyttu halda æru sinni jafnvel þótt svo virðist sem tvö af þremur umsögnum hafi verið falsaðar. Forsenda fyrir uppreist æru eru tvær umsagnir. Haraldur Þór og Sveinn Eyjólfur þurfi að kæra Hjalta fyrir skjalafals til þess að einhverjar breytingar verði á því. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Að neðan má sjá yfirlýsingu Sveins í heild sinni Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að ég, undirritaður, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í tengslum við umsókn hans um uppreist æru. Þær upplýsingar eru ekki réttar.Fyrir nokkrum árum starfaði Hjalti Sigurjón sem bifreiðarstjóri hjá Kynnisferðum, meðan ég gegndi þar stöðu verkefnastjóra. Árið 2013, þegar í ljós kom að hann var dæmdur barnaníðingur, var honum sagt upp störfum. Þáverandi framkvæmdastjóri fór í kjölfarið fram á það við mig að hann yrði endurráðinn. Þeim fyrirmælum neitaði ég að fylgja. Nokkrum vikum síðar, í kjölfar fréttaflutnings af Hjalta Sigurjóni, fékk ég svo skilaboð frá stjórnendum fyrirtækisins um að ég réði þessu máli sjálfur og taldi ég því þá lokið. Nokkrum mánuðum síðar sótti Hjalti Sigurjón aftur um vinnu og framvísaði í því sambandi hreinu sakavottorði. Þáverandi rekstrarstjóri Hópbifreiða Kynnisferða hafði ekki verið upplýstur um sögu þessa máls, eða sögu Hjalta Sigurjóns, en ég gerði honum grein fyrir afstöðu minni að Hjalti Sigurjón ætti ekki að starfa við farþegaflutninga sökum fortíðar sinnar og tók hann undir þá niðurstöðu. Þáverandi framkvæmdastjóri kom í kjölfarið að máli við okkur og spurði hvort ekki væri eitthvað sem við gætum gert fyrir Hjalta Sigurjón, en við ítrekuðum, með vísan í fortíð hans, að það væri alls ekki ráðlegt. Í kjölfarið fór þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins þess á leit við mig að ég skrifaði fyrir Hjalta Sigurjón meðmælabréf. Ég varð ekki við því, en að einhverjum tíma loknum kom Hjalti Sigurjón tl mín og bað mig um að skrifa undir meðmælabréf sem hann hafði tilbúið. Ég las bréfið, sem var í heildina ekki mikið meira en tvær línur og á þá leið að hann væri stundvís og góður bílstjóri. Þetta stutta meðmælabréf var sannleikanum samkvæmt. Sökum þess þrýstings sem ég hefði verið beitur af yfirmönnum mínum skrifaði ég undir það. Það bréf var ætlað til stuðnings umsóknar hans um starf hjá olíudreyfingarfyrirtæki og lofaði hann því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð. Ég neita því alfarið að ég hafi ritað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón vegna umsóknar hans um uppreist æru og mér þykir miður hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að bendla mig við þetta mál og svert æru mína í kjölfarið. er það ósk mín að þessi yfirlýsing hreinsi nafn mitt og fer ég þess á leit við fjölmiðla, almenning og stjórnvöld að ég verði ekki frekar bendlaður við þetta mál. Sveinn Eyjólfur Matthíasson
Uppreist æru Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira