City ekki í rannsókn hjá UEFA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. september 2017 17:30 Etihad völlurinn í Manchesterv Vísir/getty Manchester City er ekki undir skoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á reglum um sanngjarna peninganotkun (e. Financial Fair Play, FFP). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga fór fram á að eyðsla enska félagsins yrði skoðuð. „Það er engin rannsókn á málum Manchester City varðandi FFP reglur. Allar fréttir þess efnis eiga engar stoðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Franska úrvalsdeildarliðið PSG er hins vegar undir smásjá sambandsins vegna slíkra brota. Javier Tebas, forseti La Liga, sagði að „fjármunir PSG og City taka alla samkeppni innan Evrópu úr skorðum. Þeir blási upp markaðinn og það skaðar fótboltann.“ Bæði félög eyddu hundruðum milljóna punda í leikmannakaup í sumar. La Liga gaf út yfirlýsingu í dag þar sem forráðamenn deildarinnar segjast hafa sent UEFA formleg bréf þann 22. ágúst þar sem deildin lýsir yfir áhyggjum vegna eyðslu félagana tveggja. Í bréfunum segir að „bæði PSG og Manchester City græða á styrkjum sem ganga ekki upp fjárhagslega og eru ekki sanngjarnir.“ PSG hefur verið rekið af ríkisstjórn Qatar eftir að íþróttafjárfestingasjóður Qatar keypti félagið árið 2011. Í sumar gerði félagið Neymar að dýrasta leikmanni sögunnar þegar hann var keyptur frá Barcelona á 200 milljónir punda. Metið hafði áður verið 89 milljónir punda, og var Neymar því meira en tvöfalt dýrari heldur en áður hafði þekkst. Franska félagið bætti svo við Kylian Mbappe á lánssamningi frá Mónakó, en þess er vænt að gengið verði frá kaupum á honum næsta sumar fyrir 165 milljónir punda. Talið er að Mbappe hafi komið á lánssamningi, í stað þess að vera keyptur til félagsins, til þess að komast hjá reglunum um sanngjarna peninganotkun. Manchester City eyddi meira en PSG í sumar, eða samtals 215 milljónum punda. Félagið keypti bakvörðinn Kyle Walker á 45 milljónir punda, miðjumanninn Bernardo Silva á 43 milljónir, markvörðinn Ederson Moraes á 35 milljónir og varnarmanninn Benjamin mendy á 52 milljónir punda. Félagið seldi hins vegar leikmenn fyrir samtals 85 milljónir punda, þar á meðal Wilfried Bony og Aaron Mooy. Enska liðið er í eigu Abu Dhabi United Group, og hefur í eigu hópsins orðið eitt af ríkari félögum heims. Spænska stórveldið Barcelona eyddi í samanburði 173 milljónum punda í sumar, eða 42 milljónum punda minna en Manchester City. Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50 Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03 Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54 Barcelona kærir Neymar Barcelona hefur kært Neymar fyrir samningsbrot. 22. ágúst 2017 15:12 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Manchester City er ekki undir skoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á reglum um sanngjarna peninganotkun (e. Financial Fair Play, FFP). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga fór fram á að eyðsla enska félagsins yrði skoðuð. „Það er engin rannsókn á málum Manchester City varðandi FFP reglur. Allar fréttir þess efnis eiga engar stoðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Franska úrvalsdeildarliðið PSG er hins vegar undir smásjá sambandsins vegna slíkra brota. Javier Tebas, forseti La Liga, sagði að „fjármunir PSG og City taka alla samkeppni innan Evrópu úr skorðum. Þeir blási upp markaðinn og það skaðar fótboltann.“ Bæði félög eyddu hundruðum milljóna punda í leikmannakaup í sumar. La Liga gaf út yfirlýsingu í dag þar sem forráðamenn deildarinnar segjast hafa sent UEFA formleg bréf þann 22. ágúst þar sem deildin lýsir yfir áhyggjum vegna eyðslu félagana tveggja. Í bréfunum segir að „bæði PSG og Manchester City græða á styrkjum sem ganga ekki upp fjárhagslega og eru ekki sanngjarnir.“ PSG hefur verið rekið af ríkisstjórn Qatar eftir að íþróttafjárfestingasjóður Qatar keypti félagið árið 2011. Í sumar gerði félagið Neymar að dýrasta leikmanni sögunnar þegar hann var keyptur frá Barcelona á 200 milljónir punda. Metið hafði áður verið 89 milljónir punda, og var Neymar því meira en tvöfalt dýrari heldur en áður hafði þekkst. Franska félagið bætti svo við Kylian Mbappe á lánssamningi frá Mónakó, en þess er vænt að gengið verði frá kaupum á honum næsta sumar fyrir 165 milljónir punda. Talið er að Mbappe hafi komið á lánssamningi, í stað þess að vera keyptur til félagsins, til þess að komast hjá reglunum um sanngjarna peninganotkun. Manchester City eyddi meira en PSG í sumar, eða samtals 215 milljónum punda. Félagið keypti bakvörðinn Kyle Walker á 45 milljónir punda, miðjumanninn Bernardo Silva á 43 milljónir, markvörðinn Ederson Moraes á 35 milljónir og varnarmanninn Benjamin mendy á 52 milljónir punda. Félagið seldi hins vegar leikmenn fyrir samtals 85 milljónir punda, þar á meðal Wilfried Bony og Aaron Mooy. Enska liðið er í eigu Abu Dhabi United Group, og hefur í eigu hópsins orðið eitt af ríkari félögum heims. Spænska stórveldið Barcelona eyddi í samanburði 173 milljónum punda í sumar, eða 42 milljónum punda minna en Manchester City.
Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50 Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03 Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54 Barcelona kærir Neymar Barcelona hefur kært Neymar fyrir samningsbrot. 22. ágúst 2017 15:12 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50
Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03
Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54
Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08