„Leyndardómsfullu fólksflutningarnir“ hvorki flokknum né frambjóðendum til framdráttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2017 15:31 Álftamýri 73 er samkvæmt Þjóðskrá lögheimili fjölmargra ungra sjálfstæðismanna úr nágrannasveitafélögum Reykjavíkur. Það er þó aðeins á blaði. Vísir/Anton Brink Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira