Fótbolti

Sverrir Ingi: Þetta er ekki eins og að spila með félagsliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverrir Ingi með Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir leik.
Sverrir Ingi með Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir leik. vísir/eyþór
Sverrir Ingi Ingason spilaði sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði Íslands í kvöld og stóð sig afar vel.

„Það var gríðarlega gaman að taka þátt í þessu og maður gengur stoltur frá borði. Mér fannst liðheildin skapa þennan sigur í dag. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir vonbrigðin í Finnlandi,“ segir Sverrir Ingi.

„Við vissum að leikurinn myndi spilast svona enda mikið undir hjá báðum liðum. Við vissum að við yrðum að vera þolinmóðir. Við ætluðum aldrei að opna okkur og bjóða hættunni heim. Það breytti miklu að fá mark snemma í síðari hálfleik og við hefðum getað skorað fleiri mörk.“

Sverrir og félagar í vörninni stigu vart feilspor og Úkraínumenn fengu úr afar litlu að moða.

„Við vissum að þeirra kantspil væri þeirra aðalógn. Mér fannst við loka að mestu á það. Hannes þurfti ekki að koma með neinar risavörslur í dag. Mér fannst þetta vera nokkuð þægilegt og verðskuldaður sigur,“ segir Sverrir Ingi en hann var sáttur við eigin frammistöðu.

„Kári og Raggi hafa verið frábærir síðustu ár. Ég var staðráðinn í að koma sterkur inn og spila einfalt. Ég hef beðið þolinmóður og mjög gaman að fá tækifæri í sigurleik. Það var smá fiðringur að spila sinn fyrsta mótsleik og þetta er ekki eins og að spila með félagsliði. Það er mikið stolt að spila fyrir Ísland og stórt skarð sem ég þurfti að fylla. Mér fannst ég komast vel frá þessu í dag.“


Tengdar fréttir

Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast

Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Twitter: VIP-liðið missti af markinu

Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×