Innlent

Selur í Snöru í Surtsey

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Urtan með bláa kaðalinn um hálsinn.
Urtan með bláa kaðalinn um hálsinn. Umhverfisstofnun
Urta sem heldur til við Surtsey virðist eiga við andþrengsli að stríða þar sem blár kaðall hefur vafist utan um háls hennar. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem heldur til í eynni þessa dagana vegna eftrlits með rannsóknarhópi, segir að urtan fari oft í land til að hvílast.

Gerð hefur verið tilraun til að bjarga urtunni með því að fjarlægja kaðalinn með aðstoð búðastjóra frá SUSTAIN verkefninu sem staddir eru í eynni þessa dagana.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að Urtan sé aftur á móti með beittar tennur og forði sér jafnóðum til sjávar við mannaferðir þótt nokkuð virðist af henni dregið.

Þórdís segir að fleiri björgunartilraunir verði gerðar næstu daga ef færi gefst.

Magnús Tumi segir spennandi tíma framundan. Rannsóknin sé sú stærsta sem gerð hafi verið og margir fylgist með.Háskóli Íslands
SUSTAIN-verkefnið er stærsta rannsókn sem framkvæmd hefur verið í Surtsey frá gosinu sem hófst 1963 og stóð til 1967. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur stýrir rannsókninni ásamt dósenti frá Háskólanum í Utah í Bandaríkjunum.

Rannsóknin hófst í ágúst en ætlunin er að bora tvær holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Rannsóknin er styrkt af fjölmörgum alþjóðlegum sjóðum, m.a. frá Þýskalandi, Noregi, Bandaríkjunum og Íslandi.

„Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ sagði Magnús Tumi í samtali við Vísi í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×