Ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2017 11:45 Frá Ölfusárbrú í gærkvöldi. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá í gær. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir þó að atvik máls séu þannig að maðurinn hafi ætlað sér ofan í ána. Fjölmörg vitni hafa gefið sig fram við lögreglu vegna málsins. „Það sem mér finnst standa upp úr er að það líða níu mínútur frá því að björgunarsveitin er kölluð út og þangað til maðurinn er kominn um borð í bátinn. það finnst mér vera magnaður andskoti og sýnir hvað þau geta gert,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Oddur segir að maðurinn hafi komið að brúnni að vestan, mögulega frá höfuðborgarsvæðinu. „Hann hefur ekki verið til viðtals og verður það ekki alveg á næstunni til að upplýsa um ferðir sínar.“Mörg vitni gefið sig fram Hann segir að strax í gærkvöldi hafi margar ábendingar vegna málsins borist lögreglu. „Við auglýstum eftir vitnum í gær og það var töluverðurfjöldi vitna sem gaf sig fram, bæði á vettvangi og á Facebook og í tölvupósti. Það er verið að heyra í þeim hvað þau hafa um það að segja.“Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána í gærkvöldi. Hann var í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi. Tengdar fréttir „Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00 Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur enn ekki náð að ræða við manninn sem fór í Ölfusá í gær. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir þó að atvik máls séu þannig að maðurinn hafi ætlað sér ofan í ána. Fjölmörg vitni hafa gefið sig fram við lögreglu vegna málsins. „Það sem mér finnst standa upp úr er að það líða níu mínútur frá því að björgunarsveitin er kölluð út og þangað til maðurinn er kominn um borð í bátinn. það finnst mér vera magnaður andskoti og sýnir hvað þau geta gert,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Oddur segir að maðurinn hafi komið að brúnni að vestan, mögulega frá höfuðborgarsvæðinu. „Hann hefur ekki verið til viðtals og verður það ekki alveg á næstunni til að upplýsa um ferðir sínar.“Mörg vitni gefið sig fram Hann segir að strax í gærkvöldi hafi margar ábendingar vegna málsins borist lögreglu. „Við auglýstum eftir vitnum í gær og það var töluverðurfjöldi vitna sem gaf sig fram, bæði á vettvangi og á Facebook og í tölvupósti. Það er verið að heyra í þeim hvað þau hafa um það að segja.“Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána í gærkvöldi. Hann var í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.
Tengdar fréttir „Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00 Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta var mögnuð björgun“ Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað. 6. september 2017 22:00
Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31